Hönnunarkerfi.

Í upphafi þeirri stafrænu vegverð sem Vörður er í var farið í að endurhugsa ímynd fyrirtækisins og þá sérstaklega á stafrænum miðlum. Útkoman var hönnunarkerfi sem samræmir talanda, stefnu og útlit Varðar. Kerfið var þróað í samvinnu við Reon.

FÍT Verðlaunin
Tilnefning - Opinn stafrænn flokkur

Hönnunarkerfið einfaldar vinnu og sparar tíma.

Hönnunarkerfið felur ekki eingöngu í sér vinnu- og tímasparnað heldur hjálpar Verði að bregðast hratt og örugglega við ört vaxandi stafrænum heimi.

Hönnun í flækju.

Með frekari umsvifum og snörpum breytingum í stafrænni vegferð var farið að kræla á ósamræmi í myndmáli Varðar. Ósamræmið olli því að það var tímafrekt að þróa eða gefa út nýjar stafrænar vörur. Erfitt var fyrir nýja aðila til að taka við af verkefnum eða gefa út ný auk þess veldur samræmið ruglingi fyrir notandann.

Samræmt útlit og hönnun.

Með nýja kerfinu var einblínt á að skapa notendavæna og aðgengilega hönnun en jafnframt var ásýndinni gefin ferskan blæ með nýjum litum, letri og formum sem eru í takt við tímann.


Aðgengilegt.

Kerfið er aðgengilegt fyrir alla þá sem vinna að hönnunar og markaðsmálum Varðar í innri vef þar sem hægt er að finna allar teikningar, útfærslur, liti, leturgerðir , form og tákn hönnunarkerfisins.

Snjallar teikningar.

Ásamt staðlinum var hannað sér kerfi utan um teiknistíl Varðar. Með þessu er alltaf samræmi í öllu efni þegar það kemur að teiknuðum myndum.

Kerfið heimfært.

Þegar hanna þarf nýja ferli, undirsíður eða annað efni ganga hönnuðir og stjórnendur að hönnunarkerfinu vísu. Með þessum staðli tryggir Vörður samhæft myndmál á öllum miðlum á sama tíma og ferli hönnunar er einfaldað að miklu leyti.

Nýja Hönnunarkerfið einfaldar ekki bara ferlið hjá Verði heldur skapara þægilegri og betri upplifun fyrir notandann. Sparnaður bæði í tíma og peningum er ómældur, sem og tækifærin sem hafa skapast þegar upplifun notandans er orðin betri.

Niðurstöður.

Alhliða breytingar á vefveru Varðar með samræmdu hönnungarkerfi, öflugum rafrænum ráðgjafa og greinargóðum Mínum síðum hafa aukið val viðskiptavina og minnkað álag á mannuð Varðar.

60%

fjölgun á innskráningum.

17%

færri hringingar.

12%

færri heimsóknir.

20%

Færri tölvupóstar.

Gerum eitthvað frábært saman!

Hafa samband
Go to link