Firmus.

Firmus er nýtt bókhalds og ráðgjafarfyrirtæki sem byggir á góðum grunni og reynslubanka. Markmið okkar var að skapa bæði vörumerki og vefsíðu sem lýsti áherslum og kjarnastarfsemi vörumerkisins á skýran og yfirgripsmikinn máta.

Vörumerkið.

Vörumerkið var glænýtt og skapað með stafræna hönnun og upplifun í huga. Markmið vörumerkisins var fyrst og fremst að skapa traust og skera sig úr. Firmamerkið er látlaust á meðan  litir og letur skapa mikilvæg hugrif trausts og stöðugleika.

Logo FirmusHugmynd hönnunar

Stórt vörumerki sem sker sig úr.

Vörumerki Firmus á að magna stærð og sögu fyrirtækisins með sterkum litum og öruggum línum. Til að ná þeim áhrifum koma litirnir úr náttúru Íslands, fjöllum, vötnum og litrófi flórunnar.

Fyrsta snerting og duglegasti sölumaðurinn.

Vefsíðunni er ætlað að vera fyrsta og mikilvægasta snerting viðskiptavinarins við Firmus. Þar getur viðskiptavinurinn fundið upplýsingar um alla þjónustu Firmus og starfsmenn fyrirtækisins. Notandinn fer í gegnum ákveðna vegferð á síðunni sem leiðir hann áfram til samskipta.

Útlit vefsíðu Firmus

Snjöll aðlögun í hvaða skjá sem er.

Síðan virkar að sjálfsögðu í hvaða skjá sem er, en tekið var sérstakt tillit til þess hvernig hún myndi virka á símum og smærri skjám.

Útlit vefsíðu í snjallsíma

Vantar þig mörkun eða heimasíðu?

Hafðu samband
Go to link