Fimm áhrifaríkar aðferðir til að hámarka upplifun notenda

Notaðu Von Restorff áhrifin til að beina kastljósinu að mikilvægum upplýsingum

Það er gagnlegt að hafa Von Restorff áhrifin í huga þegar þú vilt hafa áhrif á val notandans. Samkvæmt Von Restorff áhrifunum tekur notandinn eftir hlutum sem eru öðruvísi en aðrir áþekkir valmöguleikar.

Gott dæmi um þessi áhrif er texti í HÁSTÖFUM. Þú tekur eftir hástöfum og manst þau orð sem eru í hástöfum betur en önnur. Mikilvægir valkostir ættu því að vera öðruvísi en aðrir svipaðir valkostir svo notandinn taki betur eftir þeim.

Komdu þér að kjarna málsins með rakhnífi Occams

Rakhnífur Occams er þumalputtareglan að einfaldasta lausnin sé líklega sú besta. Hafðu viðmótið einfalt og skýrt. Hver lausn skal krefjast lágmarkstíma og sem fæstra aðgerða. Slík hönnun skapar jafnari og þægilegri upplifun fyrir notandann.

Segðu notandanum hvaða upplýsingar skipta máli með röðunaráhrifunum

Sumar upplýsingar eru mikilvægari en aðrar. Við hönnun viðmóts verðum við að gæta þess að staðsetja mikilvægar upplýsingar þar sem þær hafa mest áhrif. Samkvæmt röðunaráhrifunum er auðveldast fyrir notendur að muna fyrsta og síðasta atriðið sem þeir sjá.

Þessi áhrif varða ekki bara lista í texta heldur hvernig notendur upplifa viðmót. Hafðu þessi áhrif í huga við hönnun viðmóts og passaðu að mikilvægi upplýsinga sé sett fram í röð og á vegu sem gerir notandanum ósjálfrátt kleift að skilja mikilvægi upplýsinganna.

Leiðbeindu notendum þínum samkvæmt lögmáli Hicks

Viðmótið þitt þarf að gefa notendum þínum skýrt og augljóst val. Forðastu að flækja upplifun notandans með of mörgum valkostum. Lögmál Hicks kveður á um að val taki lengri tíma eftir því sem valkostirnir eru fleiri og flóknari.

Haltu vali notandans í lágmarki með fáum, einföldum og skýrum valmöguleikum. Ef ekki er unnt að fækka valmöguleikum reyndu þá að skipta þeim upp í skref.

Lögmál Millers

Hérna er smá tilraun. Teldu upp sjö nöfn. Þú þarft eflaust að glíma örlítið við þessa einföldu tilraun í örfá andartök. En ef hvað ef þú nefnir sjö uppáhalds leikara eða íþróttamenn? Það gengur eflaust betur.

Lögmál Millers segir að við getum aðeins geymt sjö hluti í skammtímaminni okkar en hugur okkar getur munað mikið af keimlíkum gögnum ef við hópum þau saman. Þess vegna glímir þú við að muna handahófskennd nöfn á meðan þú getur nefnt eftirlætisleikara þína án erfiðis.

Viðmót verður að endurspegla þetta og kynna upplýsingarnar í skýrum og auðþekkjanlegum hópum. Þannig getur notandinn auðveldlega skráð þá þekkingu sem kynnt er í huga hans.

Vilt þú fjárfesta í notendaupplifun?

Hafa samband
Go to link

Viltu lesa meira?